Fyrirtækið

Kjarnavörur hf. er íslenskt framleiðslufyrirtæki, stofnað árið 1989. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins er Guðjón Rúnarsson. Guðjón er eigandi Kjarnavara hf. ásamt Dragsbæk A/S.

Í fyrirtækinu starfa nálægt 35 starfsmenn á fjórum mismunandi starfsstöðvum. Skrifstofa og lager eru staðsett í Miðhrauni 16 í Garðabæ en framleiðsla fer fram í Kaplahrauni, Bæjarhrauni og Flatahrauni í Hafnarfirði.

Kjarnavörur hf. framleiða bæði fyrir íslenskan neytenda- og iðnaðarmarkað ásamt því að flytja vörur til Færeyja.

Meðal framleiðsluvara eru smjörlíki, viðbit, heitar sósur, kaldar sósur, majones, hjúpsúkkulaði, síróp, sultur, hunangslíki, grautar, tómatsósur, pizzasósur, íssósur og ísblöndur.

Kjarnavörur hf. hafa í gegnum tíðina keypt ýmiss fyrirtæki og vörumerki og bætt við framleiðsluflóru sína en þar má til dæmis nefna Sól Víking, Vega, Úrvals Sósur og Trompvörur. Þá eiga Kjarnavörur hf. dótturfyrirtækið, Ísbúð Vesturbæjar ehf.
Enn fremur eiga Kjarnavörur hf. hlut í Nonni litli ehf. og Innbak hf.

Meðal þekktustu vörumerkja Kjarnavara hf. má nefna Ljóma smjörlíki, Smyrja viðbit, Kjarna sultur og grautar, Kjarna majónes og sósur og Úrvals sósur.

Persónuverndarstefna Kjarnavara hf.

Kjarnavörur hf. virða friðhelgi gesta þessarar heimasíðu og annarra sem viðkemur fyrirtækinu. Við deilum ekki upplýsingum um þá sem nýta þessa síðu og hyggjumst ekki gera það.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Ef þú heimsækir heimsíðuna okkar söfnum við lágmarksupplýsingum og eyðum þeim þegar þeirra er ekki lengur þörf. Við notum þessar upplýsingar ekki til annars en yfirlýsts markmiðs. Við munum aldrei selja þessar upplýsingar eða deila þeim með öðrum.

Smákökur
Síða Kjarnavara hf. safnar ekki upplýsingum um þá sem heimsækja heimasíðuna nema til að bæta upplifun gesta, með þeim hætti að vefsíðan okkar virki eins og hún á að virka best fyrir gesti hennar. Þessar upplýsingar verða aldrei seldar eða notaðar í öðrum tilgangi.

Leikir á samfélagsmiðlum
Þeir sem taka þátt í leikjum á vegum Kjarnavara hf. leggja til upplýsingar og veita með því leyfi til vinnslu. Það leyfi er ávallt hægt að afturkalla. Vinnsla er aldrei umfram yfirlýst markmið leiksins og er gögnum eytt þegar því markmiði er náð.

Réttur til upplýsinga og eyðingar
Hægt er að hafa samband við kjarnavorur@kjarnavorur.is til að óska eftir upplýsingum um hvaða upplýsingar Kjarnavörur hf. eiga til um þig. Einnig er hægt að hafa samband við sama netfang með beiðnum um eyðingu gagna.

Endurskoðun og útgáfa
Kjarnavörur hf. kann að uppfæra þessa stefnu í samræmi við breytta vinnslu eða breytingu á lögum.
Síðast uppfært: Garðabær, 16. september 2022.