Fyrirtækið

Kjarnavörur hf. er íslenskt framleiðslufyrirtæki, stofnað árið 1989 af sitjandi framkvæmdarstjóra fyrirtækisins Guðjóni Rúnarssyni. Guðjón er eigandi Kjarnavara hf. ásamt Dragsbæk A/S.

Í fyrirtækinu starfa nálægt 30 starfsmenn á þremur mismunandi starfsstöðvum. Skrifstofa og lager eru staðsett í Miðhrauni 16 í Garðabæ en framleiðsla fer fram í Kaplahrauni og Bæjarhrauni í Hafnarfirði.

Kjarnavörur hf. framleiða í kringum 490 vörutegundir í 60 vöruflokkum fyrir bæði íslenskan neytenda- og iðnaðarmarkað ásamt því að flytja vörur til Færeyja.

Meðal framleiðsluvara eru smjörlíki, viðbit, heitar sósur, kaldar sósur, majones, hjúpsúkkulaði, síróp, sultur, hunangslíki, grautar, tómatsósur, pizzasósur og ísblöndur.

Þar af eru 230 vörutegundir sérframleiddar bæði undir okkar eigin vörumerkjum og annarra.

Kjarnavörur hf. hafa í gegnum tíðina keypt ýmiss fyrirtæki og vörumerki og bætt við framleiðsluflóru sína en þar má til dæmis nefna Sól Víking, Vega, Úrvals Sósur og Trompvörur. Þá eiga Kjarnavörur hf. eitt dótturfyrirtæki, Ísbúð Vesturbæjar ehf og hlut í Nonni litli ehf og Innbak hf.

Meðal þekktustu vörumerkja Kjarnavara hf. má nefna Ljóma smjörlíki, Úrvals sósur og Vals Tómatsósa.

Gæðastefna fyrirtækisins

Texti væntanlegur

Umsókn um styrk

Kjarnavörur hf. veita eingöngu styrki til líknarfélaga og íþróttafélaga. Smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að sækja um styrk.

Sækja um styrk